24.3.2013 | 12:45
Listinn ekki réttur
Ágætis framtak hjá blaðurmanni MBL hér en samt var ekki farið eftir eigin forsendum við gerð listans. Ég skellti þessu upp eftir þessum forsendum og þá er listinn :
Sæti | Bíll | Kaupverð | Eyðsla | B/D | 3ár eyðsla | 3ára verð |
1 | Suzuki Alto | 1.890.000 kr. | 4,4 | B | 839.850 kr. | 2.729.850 kr. |
2 | Kia Rio | 2.660.777 kr. | 3,6 | D | 678.510 kr. | 3.339.287 kr. |
3 | Nissan Micra | 2.390.000 kr. | 5 | B | 954.375 kr. | 3.344.375 kr. |
4 | Citroen C3 | 2.750.000 kr. | 3,4 | D | 640.815 kr. | 3.390.815 kr. |
5 | VW Polo | 2.730.000 kr. | 3,8 | D | 716.205 kr. | 3.446.205 kr. |
6 | Hyundai i20 | 2.790.000 kr. | 3,8 | D | 716.205 kr. | 3.506.205 kr. |
7 | Ford Fiesta | 2.890.000 kr. | 3,7 | D | 697.358 kr. | 3.587.358 kr. |
8 | Skoda Fabia | 2.990.000 kr. | 4,2 | D | 791.595 kr. | 3.781.595 kr. |
9 | Peugeot 208 | 3.240.000 kr. | 3,4 | D | 640.815 kr. | 3.880.815 kr. |
10 | Renault Megane | 3.350.000 kr. | 3,5 | D | 659.663 kr. | 4.009.663 kr. |
11 | Mazda 3 | 3.590.000 kr. | 4,3 | D | 810.443 kr. | 4.400.443 kr. |
12 | Audi A1 | 3.690.000 kr. | 3,8 | D | 716.205 kr. | 4.406.205 kr. |
13 | Dacia Duster | 3.990.000 kr. | 5,3 | B | 1.011.638 kr. | 5.001.638 kr. |
14 | BMW 116Ed | 4.290.000 kr. | 3,8 | D | 716.205 kr. | 5.006.205 kr. |
15 | Honda Civic | 4.390.000 kr. | 4,4 | D | 829.290 kr. | 5.219.290 kr. |
16 | Opel Astra | 4.590.000 kr. | 3,4 | D | 640.815 kr. | 5.230.815 kr. |
17 | Mbenz A180 | 4.870.000 kr. | 3,8 | D | 716.205 kr. | 5.586.205 kr. |
18 | Volvo V40 | 4.990.000 kr. | 3,6 | D | 678.510 kr. | 5.668.510 kr. |
19 | Lexus CT 200h | 5.710.000 kr. | 3,8 | B | 725.325 kr. | 6.435.325 kr. |
20 | Toyota Prius | 6.190.000 kr. | 2,1 | B | 400.838 kr. | 6.590.838 kr. |
21 | Mitsubishi ASX | 5.750.000 kr. | 5,1 | D | 961.223 kr. | 6.711.223 kr. |
22 | Chevy Volt | 7.590.000 kr. | 1,2 | B | 229.050 kr. | 7.819.050 kr. |
23 | Isuzu D-Max | 6.890.000 kr. | 7,4 | D | 1.394.715 kr. | 8.284.715 kr. |
24 | Opel Ampera | 7.990.000 kr. | 1,6 | B | 305.400 kr. | 8.295.400 kr. |
25 | Range Rover Evoque | 8.770.000 kr. | 5 | D | 942.375 kr. | 9.712.375 kr. |
Hann er að flestu leiti eins en Volt og Isuzu víxla sætum, Mitsubishi ASX og Prius vixla sætum og Nissan Micra og Kia Rio víxla einnig sætum. Annað sem gerist er að munurinn á milli sumra bíla verður það lítill að röðunin skiptir nánast engu máli. Í gamla listanum voru 5 efstu sætin á undir 3 mílljón í 3ára rekstri, en nú er bara einn bíll undir 3 milljónum.
Til gamans má taka notaðan bíl eins og ég ek um á og sjá hvernig hann kæmi út í þessari töflu:
Subaru Forester 1998 - Kaupverð 400 þúsund kr. Eyðsla 11 l/100km Bensín, kæmi út í fyrsta sæti á þessum forsendum og þar sem ég á hann skuldlaust og hann bilar ekki meir en nýjir bílar í dag, þá er viðhaldskostnaður minni en sá peningur sem fer í okurlán sem flestir taka fyrir nýjum bílum. Tala ekki um það sem ég get gert á þessum bíl sem er ómögulegt á bílunum sem eru í 10 efstu sætunum og vel það.
Eins tók ég þann bíl sem þykir besti notaði bíllinn í dag skv. frétt mbl nýlega, sem er Toyota Avensis 2007. Sá bíll er að seljast á frá 1,3 millur uppí 2.9 fyrir íburðarmeiri útgáfur en ég setti hann á 2 milljón sléttar og 1,8 bensín útgáfan eyðir 7,2 á hundraðið. Hann kæmi út í fjórða sæti á listanum og afföllin af slíkum kaupum eru mun minni en ef þú kaupir splunkandi nýjan bíl. Eins er þetta mun meiri bíll en þessi krútt sem eru í topp tíu sætunum.
Einnig er eftirtektarvert að lang flestir bílarnir eru dísilbílar en samkvæmt nýjust fréttum er dísil útblástur eitraðri en bensín útblástur.
Ef praktík rekur ekki fólk í að versla nýjan bíl af umboðinu, hvað er það þá? Er það lífsgæðakapphlaupið a la 2007 eða hégómi?
Allavega skemmtilegar mótsagnir í þessari viðleitni við að vera grænn og spara, og versla nýjan eiturspúandi dísilbíl.
Eyðslugrennstir ekki hagkvæmastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.