Var að borða fínvalsað frá FirstPrice þegar ég las þetta

Þurfti að hafa töluvert fyrir að finna út úr því hvort það sem ég væri að borða og hafði borðað í töluverðan tíma væri umrætt haframjöl.
Ég ákvað því að birta niðurstöður mínar öðrum til góða, allavega þeim sem versla haframjöl frá First Price.
Hér er síða sem sýnir umbúðir fyrir fínvalsað haframjöl.

http://www.nemlig.com/kolonial/morgenmad.aspx

Þar sjást tvær tegundir frá First Price. Organic í hvítum og grænum umbúðum sem er það sem um ræðir í þessari frétt og svo venjulegt í appelsínugulum umbúðum og það sem ég held flestir séu að versla.

Fyrir þá sem hafa verslað lífræna haframjölið, þá er hér pistill frá framleiðanda:

http://www.dalby-moelle.dk/images/stories/Dalby/Tilbagekaldelse_2011-01-13.pdf

Flestir geta því haldið áfram að versla "óholla ólífræna" haframjölið óhræddir um myglueitur.


mbl.is Myglueitur í lífrænu haframjöli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband